news

Vikufrétt 4. - 8. apríl

08. 04. 2022

Í síðustu viku kláruðum við að fara í gegnum Lubba bókina okkar og því búin að fara í gegnum öll málhljóðin í henni svo núna erum við að rifja upp og leika okkur með þau orð sem við höfum lært. Í þessari viku vorum við að rifja aðeins upp Pp þar sem það eru nú að koma páskar.

Á þriðjudaginn fórum við í aðeins lengri vettvangsferð en venjulega og skelltum við okkur í strætó ferð niður í Krossmóa þar sem við hlupum aðeins um í kuldanum áður en við skelltum okkur aftur upp í strætó og heim í hádegismat. Börnin skemmtu sér vel þrátt fyrir kaldan vindinn enda margt að sjá á nýjum slóðum og í strætó ferðinni.

Þrátt fyrir kuldann í fyrrihluta vikunnar þá lagaðist veðrið þegar það leið á vikuna og höfum við getað notið útiverunnar meira.

Við föndruðum smá páskaskraut til þess að taka heim fyrir páskana og vonum við að allir muni eiga ljúft páskafrí og góðar samverustundir.

Á föstudaginn var nýja eldstæði leikskólans þar sem allir komu saman úti og það var poppað. Það vakti mikla lukku, það var mjög skemmtilegt að fylgjast með poppinu byrja að poppa í pottinum og svo var auðvitað mjög spennandi að smakka poppið.

Takk fyrir skemmtilega viku og gleðiðlegt páskafrí

© 2016 - Karellen