news

Leikskólakennaranemar

12. 03. 2024

Í Skógarási er um það bil helmingur starfsmanna leikskólakennaramenntaður og hafa kennararnir okkar verið duglegir við að taka að sér leikskólakennaranema frá Háskólum landsins. Í febrúar og mars hafa verið hjá okkur nokkrir nemar sem hafa komið með ljúfan blæ í leikskólastarfið. Þessir nemar hafa verið að vinna að ákveðnum verkefnum með barnahópnum og þegar maður er að læra þá er afar mikilvægt að vinna vel úr því sem gert var með börnunum. Hér má sjá tvo af okkar góðu nemum í úrvinnslu gagna og öll horn eru nýtt innan leikskólans. Við þökkum þessum frábæru nemum fyrir góða viðkynningu og óskum þeim velfarnaðar í náminu.

© 2016 - Karellen