news

Vikufrétt 28. mars - 1. apríl

06. 04. 2022

Í vikunni höfum við verið að æfa hljóðið Au/au þar var helst orðið auga sem greip athygli okkar en einnig ausa, sauma, hlaupa og fyrir Austan.

Við byrjuðum vikuna í tónlist hjá Hafdísi þar sem börnin skemmta sér alltaf mjög vel í tónlistarspilun og söng.

Á miðvikudaginn sáum leikritið Búkolla í salnum hjá krökkunum á Lóu. Börnin voru einstaklega hrifin af leiknum hjá Lóunum og fylgdust spennt með. Við þökkum Lóu kærlega fyrir frábæra leiksýningu.


Við fengum smá bragð af vorinu og þá voru krítarnar drifnar út við mikla gleði barnanna

Einnig máluðu börnin myndir með vatnslitum og svömpum. Það er alltaf gaman að fylgjast með sköpunargleði þeirra og hvernig myndirnar hafa þróast yfir veturinn hjá þeim.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen