news

Föstudagsfréttir

17. 03. 2023

Þessi vika hefur einkenst af mikilli inniveru vegna kulda, sem hefur reynst okkur krefjandi því að að er svo gott verðrir út um gluggann. En við höfum nýtt okkur tækifærið og verið að æfa okkur í andsætðum eins og heitt og kalt.

Við erum búin að vera spila og teikna, skoða bækur og leika með allt dótið. Börnunum þykir öllum mjög gaman að spila bingo og er mikil gleði þegar það er tekið fram og biðja þau um það oft á dag.

Hreyfisalurinn var á sínum stað og meira segja smá auka líka því að ekki gátum við farið út.

Krakkarnir hafa verið mjög dugleg og spennt að skoða fjölskyldumyndirnar sínar og hafa skapast mjög skemmtilegar umræður um þær. Við erum til dæmis búin að skoða hverjir eiga systkini og hverjir eru með gleraugu. Þau eru líka farin að átta sig á því að þau eiga öll ömmur og afa þannig að "rifrildin" um afa minn eða amma mín hafa snar minkað :)

Á þriðjudaginn var svo alþjóðlegi stærðfræðidaguinn og vorum við með flæði um allan leikskólan. Þar sem að börnin fengu að flakka á milli og skoða stærðfræðitengdan leik á öllum stöðum.

Takk fyrir vikun og góða helgi.

© 2016 - Karellen