news

Föstudagsfrétt

26. 11. 2021

Í þessari viku höfum við verið að æfa hljóðið Ll í bókinni okkar með Lubba. Það voru mörg skemmtileg orð sem við æfðum þessa vikuna eins og lykill, lita og líma.

Á mánudögum erum við í tónlist hjá Hafdísi og skemmtum við okkur alltaf jafn vel þar.

Á þriðjudögum förum við í vettvangsferðir og í þessari viku fórum við upp í brekkuna hérna fyrir ofan okkur. Þar lékum við okkur, leituðum af laufblöðum og fórum margar ferðir upp og niður brekkuna, annað hvort hlaupandi eða rúllandi.

Í þessari viku vorum við með föndur í tengslum við Ll. Við fórum út í sandkassa að sækja okkur sand, náðum svo í glært lím, settum límið á blað og sandinn yfir og út komu skemmtileg listaverk hjá börnunum.

Takk fyrir skemmtilega viku


© 2016 - Karellen