news

Föstudagsfréttir

29. 04. 2022

Góðan daginn

Þessa vikuna hefur Lubbi verið að rifja upp með okkur þau hljóð sem við lærðum í vetur.

Veðrið er búið að leika við okkur og því höfum við nýtt okkur að fara í lengri útiverur en þrátt fyrir það eru börnin ekkert tilbúin í að koma inn á morgnanna til að borða hádegismat. Við höfum því gripið á það ráð að borða nónhressingu í fyrra lagi og drífa okkur út aftur svo allir séu búnir að fá smá útiveru aftur áður en börnin eru sótt.

Íþróttir hjá Ástu og tónlist hjá Hafdísi var á sínum stað eins og venjulega.

Við vorum líka með Blæ stund í vikunni eins og alltaf, knúsuðum Blæ okkar, sungum fyrir hann og gáfum honum nudd á magann og bakið.

Við máluðum myndir á miðvikudaginn. Á miðvikudaginn fórum við líka inn í hreyfisal að horfa á stutta kynningu fyrir Baun barna og ungmennahátíðina í Reykjanesbæ sem hófst einmitt í gær fimmtudag. Vonandi hafa allir tekið Bauna bréfið með sér heim og byrja að safna stimplum næstu daga. Við mælum sérstaklega með að kíkja í Duus hús þar sem listasýning barnanna er í gangi og sjá hvað við og allir hinir leikskólarnir, ásamt grunnskólunum og listnámsbraut í FS hafa verið að gera í vetur.

Frjálsi leikurinn hefur líka fengið stórt pláss í dagskránni hjá okkur þessa vikuna eins og alltaf.

Við erum dugleg að syngja og rosalega gaman að sjá og heyra hvað krakkarnir eru orðin dugleg að syngja lögin og gera hreyfingarnar.

Takk kærlega fyrir vikuna og góða helgi.




49383-webservice-626a902b1f50b.jpg49383-webservice-626a8eae57b64.jpg49383-webservice-626a8f9a0277e.jpg





© 2016 - Karellen