news

Föstudagsfrétt

31. 03. 2023

Góðan daginn

Þessa vikuna var Lubbi að kenna okkur hljóðið T

í stærðfræði vorum við að læra um form og tölur.

Í læsi vorum við að æfa okkur í að klappa atkvæði og ríma.

Á fimmtudagin fórum við í göngutúr út fyrir skólalóðina og síðan að leika á svæðinu hjá eldri börnunum.

Í dag var mottumars og við héldum upp á hann. Við héldum líka upp á afmælið hans Kveldúlfs en hann er 2 ára í dag.

Við byrjuðum að búa til páskaskraut í vikunni.

Það er mjög gaman að sjá hvernig leikurinn er að þróast hjá börnunum og þau farin að leika sér meira saman.

Koppa og klósettferðir ganga vel og við höldum áfram að bjóða öllum börnum á kopp eða klósett.


Takk fyrir vikuna

Góða helgi

49383-webservice-6426b8a274f57.jpg

49383-webservice-6426b8836e1c3.jpg

11048-webservice-641d76793f00d.jpg

© 2016 - Karellen