news

Föstudagsfrétt

17. 02. 2023

Góðan daginn

Í þessari viku var Lubbi að rifja upp með okkur hljóðin J og U og drógum við hluti sem byrja á stafnum upp úr poka og klöppuðum atkvæðin.

Við lékum okkur með vatn og hluti t.d. glimmer og litlar kúlur sem var búið að setja í poka og fundum mismunandi áferð og hvernig hlutirnir færðust úr stað ef við ýttum á pokana.

Í stærðfræði vorum við með Nimicon og telja

Í málörvun erum við að leggja áherslu á líkamshluta og heitin

Við lærðum nýtt lag um kónguló sem byrjar á gólfinu að spinna vef og færir sig svo upp líkamann. Þetta er nýja uppáhaldslagið núna og öllum finnst þetta mjög skemmtielgt.

Í morgun fórum við í danspartý í hreyfisalnum með Krumma og það var mikið fjör.


Takk fyrir vikuna og hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku



49383-webservice-63ef7d078de95.jpg

49383-webservice-63ef7cbc5d717.jpg

49383-webservice-63ef7d369acc4.jpg


© 2016 - Karellen