news

Föstudagsfrétt

16. 09. 2022

Góðan daginn

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið M og svo höfum við verið að æfa okkur í að klappa atkvæði og munum halda því áfram í vetur.

Allir fóru með Björk í listasmiðju þar sem þau voru að búa til undurunninn pappír.

Krakkarnir fóru tvisvar í hreyfisalinn með Ástu.

Útiveran er alltaf vinsæl og erum við búin að fá allskonar veður í vikunni til að leika okkur í. Hoppa í pollum í rigningunni og vera úti á strigaskóm og peysu í sólinni.


Við viljum minna á að kíkja yfir hólfin og passa að börnin séu með auka föt og helst að minnsta kosti tvennt af öllu.

207-webservice-63246e29ec715.jpg Takk fyrir vikuna og góða helgi.


207-webservice-63246d7cd9277.jpg

© 2016 - Karellen