news

Vikufrétt 05.feb- 08.feb

13. 02. 2024

Góðan daginn

Föstudagsfréttin okkar fyrir síðustu viku kemur í seinna lagi núna þar sem skólinn var skyndilega lokaður á föstudaginn.

Í vikunni vorum við að byrja á þemanu vinátta og hvað er að vera vinur og verður það þemað okkar í febrúar.

Á þriðjudeginum var dagur leikskólans og þá var sögustund í hreyfisal þar sem börnin fengu að heyra söguna um Alla Njalla og tunglið. Eftir söguna var flæði um leikskólann þar sem börnin gátu farið um allann leikskólann og leikið þar sem þau vildu. Það var svaka fjör.

Fimmtudagurinn var litaður af eldgosinu, börnin voru öll mjög upptekin af gosinu og fengu að horfa á það í beinni. Fóru síðan í leik þar sem gólfið var hraun og lögðum við gular, rauðar og appelsínugular slæður á gólfið. Að endingu fórum við í vettvangsferð og sáum gosið með eigin augum.


49383-webservice-65cb2aa3829b8.jpg

49383-webservice-65cb2c23f3388.jpg

49383-webservice-65cb2d81194aa.jpg

49383-webservice-65cb2d844d011.jpg

© 2016 - Karellen