news

Jólaföstudagsfrétt

17. 12. 2021

Jólaföstudagur

Í vikunni fórum við í vettvangsferð í aðventugarðinn og fengum kakó og piparkökur þar.

Í dag er seinasti föstudagurinn fyrir jólafrí og við héldum svo sannarlega upp á jólaföstudag.

Okkur var boðið á leiksýningu sem elstu börnin á Spói lék fyrir okkur.

Við dönsuðum í kringum jólatré úti á skólalóðinni og sungum jólalög.

Svo kíkti Askasleikir á okkur og dansaði og söng með okkur jólalög og gaf okkur mandarínur.

Við borðuðum jólamat í hádeginu og fengum piparkökur, mandarínur og kakó með rjóma í nónhressingu.

Gleðilegan jólaföstudag!

© 2016 - Karellen