news

Föstudagsfrétt

09. 09. 2022

Hæ hæ

Veðrið lék við okkur alveg fram á föstudaginn þegar vökva þurfti blettinn. :)

Vikan byrjaði á samveru allra deilda þar sem við kveiktum eld og poppuðum yfir eldinum úti á skólalóð.

Sólin mætti á svæðið með miklum hita og feng krakkarnir að leika sér úti á peysu og buffi.

Á fimmtudaginn fengu krakkarnir að heyra kennarana sína lesa fyrir sig á mismunandi tungumálum í tilefni dags læsis og þótti það afar skemmtilegt. Lestar voru bækur á sænsku, íslensku og ensku ásamt þess að við hlustuðum á pólskar sögur.

Krakkarnir fengu að æfa sig að forrita með Vélmenninu Beebot, þar ákveða krakkarnir hvaða leið vélmennið fer og stimpla þau leiðina inn.

Á föstudeginum var hoppað í polla, farið í hreyfisal og horft á ævintýri í enda dags. :)

Góða helgi !

-Lóa

© 2016 - Karellen