news

Grúskarar í Skógarási

16. 04. 2024

Elstu börnin í Skógarási hafa verið að vinna með grúskarasögur síðustu vikurnar. Grúskararnir eru góðir vinir og passa hver uppá annan. Ég fékk boð á grúskarafund og mætti á fundinn sem var afar skemmtilegur. Hópurinn hefur gaman að þessari vinnu og allir vilja fá að tala og segja frá sinni sögu. Áakveðnar reglur eru á grúskarafundum sem eru að þeir sem vilja tala rétta upp hönd og þegar þeim hefur verið boðið í púlltið þá byrja þau á að kynna sig og lesa eða segja sína sögu. Á þessum fundi höfðu nokkrir aðilar gert sögu í bók og teiknað mynd við og lásu söguna fyrir okkur hin. Að lokum þá þakkar sá fyrir sem var að segja frá og sest aftur. Þetta var áhrifamikil stund og svo skemmtilegt að heyra í börnunum hvað þau leggja mikla áherslu á að vera góð hvort við annað og passa vini sína. Frábær vinna hér á ferð hjá börnum og kennurum á Spóa. Þessi vinna grúskara tengist vinnu með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þá erum við sérstaklega að horfa á grein nr.6, 12, 13 og 29.

© 2016 - Karellen