news

Barnaþing í Skógarási

08. 04. 2024

Reykjanesbær er að vinna að því að verða barnvænt samfélag og liður í þeirri vinnu er að skólarnir innan bæjarfélagsins taki þátt í innleiðingunni. Við í Heilsuleikskólanum skógarási tökum fullan þátt í þessu starfi og allir okkar starfsmenn hafa setið námskeið UNICEF um barnvænt samfélag. Þetta er afar skemmtileg vinna og mikilvæg fyrir barnahópinn okkar. Börnin taka þátt í þessari vinnu og eru barnaþing fastur liður í starfi skólans. Börnin á Lóu voru með barnaþing í síðustu viku til að skoða hvað við viljum leggja áherslu á að rækta næsta sumar og komu margar áhugaverðar hugmyndir upp sem við ætlum að láta reyna á. Eflaust á sumt ekki möguleika í okkar veðráttu en mikilvægt er að prófa og sjá hvaða niðurstöður verða. Vinnu sem þessa tengjum við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og einnig við Menntastefnu Reykjanesbæjar og Grænfána verkefni Landvernar sem við erum þátttakendur í.

© 2016 - Karellen