news

föstudagsfréttir

20. 12. 2019

Þessa vikuna var Lubbi að kenna okkur stafinn J og höfum við verið að tengja hann við jólin.

Á mánudaginn var jólaball þar sem við sungum og dönsuðum í kringum jólatréð. Þau börn sem eldri eru á deildinni og sváfu ekki lengi fengu að fara í Hreyfisalinn og horfa á jólaleikrit með eldri nemendum. Það var mjög gaman að sjá hversu vel var mætt í foreldrakaffið og þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna.

Á þriðjudaginn fóru krakkarnir í listasmiðju með Björk og fengu að búa til jólaskraut. Einhver völdu að gera jólasvein, aðrir jólatré og nokkur vildu bara gera hatt. Þennan dag var loksins hægt að fara út að leika í snjónum sem var kærkomið eftir allt of marga innidaga.

Á miðvikudaginn fóru krakkarnir til Ástu í hreyfisalinn, út að leika í snjónum, meðal annars að draga hvert annað á snjóþotum.

Á fimmtudaginn var byrjað á því að fara í jólasöngstund á Spóa þar sem við sungum nokkur jólalög. Fórum út að leika í snjónum.

Í dag föstudag erum við búin að eiga notalegar stundir saman, lesa sögu og hafa það kósý áður en margir fara í jólafrí.


Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hlökkum til að hittast öll á nýju ári.


© 2016 - Karellen