news

Krummafrétt

14. 03. 2024

Góðan daginn kæru foreldrar. Þessa vikuna höfum við verið að leggja áherslu á dýrin og meðal annars höfum við verið að lesa um þau og æfa málhljóðin og dýraheitin með laginu ég fór í dýragarð í gær. Hér er skemmtileg umfjöllun um það lag: https://www.bornogtonlist.net/eg-for-i-dyragard-i-gaer/.

Í dag (fimmtudag) var einnig dagur stærðfræðinnar og var boðið upp á flæði um leikskólann þar sem börnin fóru um húsið og leystu skemmtileg stærðfræðiverkefni sem voru í boði á hverjum stað. Einnig leystu þau skemmtilegt verkefni þar sem þau settu miða með afmælismánuðinum sínum á súlurit á ganginum og í lokin mátti sjá hversu margir í öllum leikskólanum átti afmæli í hverjum mánuði. Verkefnið má sjá á ganginum fyrir framan Lóu. Endilega lítið á myndirnar.


© 2016 - Karellen