news

Föstudagsfréttir

11. 10. 2019

Í þessari viku var Lubbi að kenna málhljóðið Í Ý. Orðin okkar voru ýta, ísbjörn, Ísland og ís.

Við gerðum bleikar myndir í leistasmiðjunni þar sem við blönduðum rauðum og hvítum saman og fengum bleikann. Flestir völdu svo bleika slaufu til að líma á myndina.

Við gerðum líka myndir með kaffipoka og límdum augu á, sumir völdu að setja dúsk á myndina sem nef. Síðan lituðum við myndirnar og var misjafnt hversu mikið börnin vildu lita sitt andlit.

Við erum búin að vera mjög heppin með veður þessa vikuna sem við erum búin að nýta í mikla útiveru.

Í dag var bleikur dagur, við drukkum bleikt vatn og margir komu í einhverju bleiku. Við héldum líka upp á afmælið hans Arnars Nökkva sem er tveggja ára í dag.

© 2016 - Karellen