news

Föstudagsfrétt

26. 02. 2021

Í þessari viku kenndi Lubbi okkur stafinn Þþ. Við sungum Þþ lagið, gerðum hreyfingu með því og ræddum um nokkur orð sem byrja á þeim staf eins og þyrla, þota og þvottavél. Við sungum líka afmælissönginn fyrir hana Zuzönnu, en hún varð 3.ára í vikunni.

Við fórum líka í vettvangsferðir, annar hópurinn fór í göngu að labba á steinum og hinn hópurinn labbaði að tjörninni í Njarðvík. Við gerðum flottar myndir með Björk þar sem við notuðum m.a. bæs og hlustuðum á spennandi sögu um slöngur og önnur dýr. Við kveðjum hann Huginn Þór og óskum honum góðs gengis á nýja leikskólanum.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi :)

© 2016 - Karellen