news

Föstudagsfrétt

15. 03. 2019

Föstudagsfrétt 15. Mars

Í þessari viku hefur hann Lubbi okkar verið að kenna okkur allt um stafinn Ðð, en hann er samhljóði því hann tekur félaga með sér.

Græni hópurinn hefur verið að spreyta sig sæmilega í hreyfisalnum í vikunni með Halldóru. Blái hópur var í málörvun með henni Guðríði og kíktu smá í listasmiðju. Appelsínuguli hópurinn var hjá Joannu og lærði um sólkerfið.

Í morgun fóru Spóar ásamt nokkrum félögum frá Lóu, í vettvangsferð. Við tókum strætó í Reykjaneshöllina, fengum okkur ávexti, sungum og hlupum um. Eftir það fórum við í heimsókn á leikskólann Hjallatún og lékum okkur úti með krökkunum þar. Þetta var rosalega gaman.

Góða helgi!

© 2016 - Karellen