news

Tvöfaldar vikurfréttir

07. 06. 2019

Tvöfaldar vikurfréttir .

Part 1:Vikan 27. – 31. Maí.

Þessi vika var vika útskriftarhópsins. Á þriðjudeginum fór hópurinn í skemmtilega útskriftaferð, þar sem kíkt var í heimsókn á leikskólann Gefnarborg í Garðinum, í fjöruna út á Garðskaga og svo loks í Þekkingasetrið í Sandgerði, þar sem voru grillaðar pylsur og skoðað allskonar merka hluti úr náttúrunni og frá hinum merka Jean-Baptiste Charcot, sem var franskur fræðimaður sem rannsakaði heimskautasvæðin á fyrri hluta 20. aldar. Skemmtu börnin sér konunglega og höfðu mjög gaman af.

Aðrir dagar fóru í undirbúning fyrir útskriftarathöfnina, en börnin æfðu leikrit um Sætabrauðsdrenginn sem sýnt var fyrir gestina og einnig tvö lög, Draumin um Nínu og Heimsálfurnar.

Útskriftin sjálf var svo á föstudeginum við hátíðlega athöfn þar sem skólastjórinn sagði nokkur vel valin orð. Börnin sýndu leikritið og sungu. Og fengu svo gjöf og rós frá foreldrafélaginu. Eftir athöfnina var boðið uppá hátíðarkaffi fyrir útskriftarnema og gesti þeirra. Það sem við erum stoltar af þessum börnum og munum sakna þeirra mikið.

Eftir útskriftina var svo sumarhátíð leikskólans þar sem að Íþróttaálfurinn og Halla hrekkjusvín komu og skemmti krökkunum og foreldrum. Einnig var boðið uppá andlistmálningu, leir, boltaleiki og sápukúlur. Og síðdegishressingu sem sló heldur betur í gegn, ávextir, grænmeti og kleinur.

Part 2: Vikan 3.-7 júní.

Nú hafa nokkur börn sagt skilið við leikskólann og haldið á brott á önnur mið, annað hvort eru þau á leiðinni í grunnskóla næsta haust eða byrja í nýjum leikskóla. Við eigum eftir að sakna þeirra mjög mikið eins og allra annarra sem haf farið frá okkur. Okkur finnst við eiga svolítinn hlut í þeim.

En í staðin fáum við ný börn sem okkur hlakkar mikið til að kynnast og nú þegar hafa fjögur börn komið yfir til okkar frá Lóu. Og bjóðum við þau hjartanlega velkomin!

Annars hefur þessi vika verið tíðindlítið í öllum leikskólanum, einmitt vegna þess að allar deilir eru að taka við nýjum börnum sem þurfa örlítinn tíma til þess að aðlagast nýjum aðstæðum.

En við fórum í vettvangsferð á miðvikudaginn í útikennslustofu Njarðvíkurskóla, þar var margt og mikið að skoða, og þótti börnunum það mjög skemmtilegt.

Við höfum verið mikið úti að leika okkur, þó það hafi verið stundum kalt, en þá ert allt mikið betra þegar sólin skín. Höfum við tekið dúkkudótið og kubban út og þykkir þeim það mjög spennandi að fá að taka dótið svona út.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

© 2016 - Karellen