news

Föstudagsfrétt

19. 02. 2024

Komiði sæl. Við viljum biðjast afsökunar fyrir að föstudagsfréttirnar seinustu tvo föstudaga hafa gleymst.

Í vikunni 5.-9. febrúar vorum við að læra hljóðið Kk sem er samhljóði. Við gerðum alls konar skriftarverkefni með orðum sem eiga upphafsstafinn Kk.

Þriðjudaginn 6. febrúar var dagur leikskólanna og við héldum upp á það með söng og leikriti inni í hreyfisal og svo var flæði í gegnum alla bygginguna og börnin fengu að labba um og skoða hinar deildirnar.

Í vikunni 12.-16.febrúar vorum við að læra hljóðið Öö sem er sérhljóði og við gerðum alls konar verkefni og æfingar með hann.

Á mánudaginn var bolludagur. Þá voru fiskibollur í hádeginu og síðan fengum við Bolludagsbollur í nónhressingunni.

Á þriðjudaginn var sprengidagur svo við fengum saltkjöt og baunir í hádeginu og það var rosalega gott. Í dag skreyttum við „Köttinn í tunnunni“ fyrir morgundaginn.

Á miðvikudaginn var Öskudagur. Allir komu í búningum og skemmtu sér konunglega. Við „slóum köttinn úr tunnunni“ og úr henni komu litlir snakkpokar sem við gæddum okkur á.

Takk fyrir skemmtilegar seinustu tvær vikur og njótið dagsins.

© 2016 - Karellen