news

Föstudagsfrétt

29. 01. 2024

Góðan daginn. Í seinustu viku kenndi Lubbi okkur hljóðið Pp sem er samhljóði.

Á mánudaginn fór skólahópurinn upp í Háaleitisskóla í heimsókn þar sem þau fengu pappírsrenning til að lita og búa til kórónu.

Á þriðjudaginn héldum við áfram að læra Pp í Lubbabókinni okkar.

Á miðvikudaginn fór skólahópurinn niður í Reykjaneshöll að spila fótbolta. Á meðan fór yngri hópurinn, 2018 árgangurinn, á bókasafnið.

Á fimmtudaginn héldum við áfram að æfa okkur með hljóðið Pp.

Alla daga lesum við og ræðum Grúskarasögu sem við tengjum við Barnasáttmálan. Í vikulok höldum við barnaþing þar sem 5-6 ræðumenn sem tala um upplifun sína af sögunni. Við byrjuðum á þessu á föstudaginn og gekk það mjög vel.

Það gleymdist að ýta á takkan til að senda út fréttina á föstudaginn svo það verður bara gert í dag.

Takk fyrir seinustu viku og njótið dagsins.

© 2016 - Karellen