news

Föstudagsfrétt

22. 12. 2023

Komiði sæl. Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Jj sem er samhljóði.

Á mánudaginn voru litlu jólin hjá okkur hér á Skógarás. Við komum öll saman úti þar sem við sungum jólalög og dönsuðum í kring um jólatré. Síðan kom jólaálfur til okkar og gaf öllum mandarínur. Og í hádeginu fengum við gómsætt hangikjöt í matinn.

Á fimmtudaginn fengu krakkarnir að fara inn í listasmiðju hjá Björk og búa til armbönd og hálsfesti úr alls kyns perlum. Eftir morgunhressinguna kom hún Fanney til okkar og spilaði fyrir okkur, ásamt nokkrum krökkum frá Lóu, jólalög á fiðlu og var það rosalega fallegt og skemmtilegt.

Í morgun, föstudag, komum við öll saman inni í hreyfisal og sungum saman jólalög. Síðan fórum við á Spóa með strætó niður í Njarðvík þar sem við tókum smágöngutúr og skoðuðum jólaskreytingarnar á húsunum og í Krossmóa. Eftir nónhressingu höfðum við það notalegt saman á mottunni og horfðum á jólamyndina Jólaósk Önnu Bellu.

Takk fyrir skemmtilega viku og frábæra skólaönn og gleðilega hátíð. Sjáumst hress á nýja árinu.

© 2016 - Karellen