news

Föstudagsfrétt

08. 12. 2023

Sæl veriði. Í þessari viku lærðum við hljóðið Ff sem er samhljóði.

Á mánudaginn fór skólahópurinn upp í Háaleitisskóla þar sem við fengum heitt kakó og piparkökur á meðan við hlustuðum á jólasögu og eftir að sögunni var lokið lituðu þau jólamyndir.

Á þriðjudaginn og fimmtudaginn voru krakkarnir að sauma ramma á blað og teiknuðu síðan jólamynd af eigin vali inn í. Myndirnar hafa verið hengdar upp á vegg frammi á gangi fyrir alla til að skoða. Á miðvikudaginn fengu krakkarnir að baka piparkökur.

Í morgun, föstudag, var danspartý í hreyfisalnum og var það mikið fjör. Síðan hélt Spói sameiginlega söngstund í hreyfisalnum með öllum deildum leikskólans og það gekk rosalega vel.

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.

© 2016 - Karellen