news

Föstudagsfrétt

30. 04. 2021

Við höfum verið með upprifjun í Lubba þar sem við höfum farið yfir alla stafina í bókinni.

Veðrið hefur verið ótrúlega gott við okkur í þessari viku. Krakkarnir hafa verið svo heppin að geta farið út í úlpu, húfu skó. Það hafa krakkarnir verið ánægð með.

Mest öll vikan hefur farið fram á útisvæðinu en tveir hópar fóru með strætó í Duushus að skoða safnið. Það fannst krökkunum ótrúlega gaman.

Útskriftarhópurinn var svo heppinn að fá í heimsókn Slökkvuliðið. Þar fóru þau saman yfir reykskynjara og talstöðvar. Eftir það var var farið út að skoða slökkviliðsbíllin og meðal annars fengu þau að sprauta úr vatnsbyssunni og það fannst þeim geðveikt.

© 2016 - Karellen