news

Föstudagsfrétt

21. 02. 2020

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur Öö. Það er sérhljóði, því að hann segir nafnið sitt sjálfur.

Við höfum verið að vinna með söguna Greppikló með deildinni Lóu. Við höfum lesið söguna, horft á myndina, teiknað myndir úr sögunni, bakað greppiklóarloppur úr greppiklóarmauki og síðast en ekki síst, horfðum við á skuggaleikhús með sögunni.

Í vikunni fengum einnig heimsókn frá krökkum í 7.bekk í Háaleitisskóla sem vildu koma og lesa fyrir okkur og var það rosalega gaman.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen