news

Föstudagsfrétt

22. 03. 2024

Komiði sæl, í þessari viku vorum við að læra hljóðið mjúka g. Í byrjun vikunnar fórum við ekki mikið út vegna veðurs svo inniveran var nýtt vel. Krakkarnir voru duglegir við finna sér efnivið til búa til skemmtilega og fjölbreytta leiki saman.

Á miðvikudaginn fóru nokkrir frá okkur í strætó niður á bókasafnið hlusta á sögulestur og stóðu sig mjög vel í þeirri ferð.

Á fimmtudaginn komu til okkar tveir tannálfar, þau Tinna og Tryggvi, í tilefni af Tannverndarvikunni. Þau voru með smá fræðslu um tannheilsu, hvað er gott borða og hvað ekki, og hvernig á hreinsa tennurnar vel og vandlega. Síðan sungum við saman og dönsuðum.

Í morgun, föstudag, var föstudagspartý inni í hreyfisal. Þar komu Lóa og Spói saman og dönsuðu við skemmtilega tónlist. Eftir hádegi, í tilefni af Mottumars, fengu krakkarnir að fara inn í listasmiðju og föndra sitt eigið skegg sem þau taka síðan með sér heim í lok dags.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og við vonum þið njótið helgarinnar.

© 2016 - Karellen