news

Föstudagsfrétt

01. 03. 2024

Hæhæ. Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Þþ sem er samhljóði.

Það byrjuðu tveir nemar hjá okkur í vettvangsnám hingað á deildina hjá okkur í þessari viku og verða þær hér næstu þrjár vikurnar. Þær fá að fylgjast með börnnum í leik og hreyfingu og gera alls konar skemmtileg verkefni með þeim.

Á miðvikudaginn fór skólahópurinn með strætó í Reykjaneshöllina að spila fótbolta. Á meðan fór yngri árgangurinn í útiveru með Lóu og öll börnin frá Krumma og Kríu komu yfir til okkar til að leika með stóru krökkunum.

Þegar við komum inn og skólahópurinn kom til baka úr ferðinni fórum við á mottuna og það var haldin kosning. Við vorum með fjórar bækur sem við ætlum að lesa saman en við vorum að kjósa um það í hvaða röð bækurnar verða lesnar.

Grúskarasaga vikunar fjallar u sjálfsmynd og vináttu. Á fimmtudaginn, eftir að lesa söguna, gerðu krakkarnir verkefni þar sem þau teiknuðu mynd af sér og vinum sínum að skemmta sér saman.

Í dag, föstudag, fyrir hádegismat var Grúskarafélagið Vinir með þing. Þá fengu allir sem teiknuðu mynd í gær að koma upp og segja frá henni, hverjir væru á myndinni og hvað þau væru að gera saman. Það voru teknar myndir af þinginu og verða þær settar á skjáinn frammi í forstofu.

Takk fyrir frábæra viku og sjáumst hress á mánudaginn.

© 2016 - Karellen