news

Föstudagsfrétt

23. 02. 2024

Hæhæ. Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Áá sem er sérhljóði. Við æfðum okkur að skrifa Áá og orð sem eiga upphafsstafinn Áá. Við prufuðum líka að forma stafinn úr leir.

Grúskarafélagið Vinir byrjaði á nýrri sögu sem fjallaði um þjóðtrú, hellaskoðun og skoðuðu mynd á netinu af Laugavatnshellir. Þar bjó fólk fyrir 100 árum síðan.

10 börn úr hópnum stóðu upp og héldu hvert upp 10 fingrum, og voru þá konmnir 100 fingur á loft.

Síðan vorum við með Barnaþing þar sem við ræddum um hvernig á að haga sér í ferðalögum, halda hópinn, vanda sig, ekki verða viðskilja o.s.frv.

Takk fyrir skemmtilega viku og njótið helgarinnar.


© 2016 - Karellen