Í Aðalnámskrá leikskóla síðan 2011 segir að á grunni aðalnámskrár eigi sérhver leikskóli að móta sína eigin skólanámskrá. Námskráin á að vera skrifleg og aðgengileg öllum þeim sem málið varðar. Í skólanámskrá á að gera grein fyrir hvernig leikskólinn hyggst vinna að þeim markmiðum sem aðalnámskrá leikskóla setur, hvaða leiðir verða farnar og hvernig staðið er að mati. Jafnframt skal fjallað um þau gildi sem starf leikskólans byggist á og þær hugmyndafræðilegu áherslur sem tekið er mið af. Í skólanámskrá eiga einnig að koma fram þær áherslur og leiðir sem leikskólinn hefur ákveðið að fara í samskiptum við börn, starfsfólk, foreldra og nærsamfélagið.

Skólanámskrá SKógaráss 3. útgáfa 2018


© 2016 - Karellen