news

Föstudagsfrétt

19. 01. 2024

Komiði sæl. Í þessari viku lærðum við um hljóðið Oo sem er sérhljóði.

Við höfum verið að lesa Grúskarasögur og erum nú búin með tvo kafla. Þar erum við að lesa sögur og tengja saman við Barnasáttmálan.

Í vikunni var mikil útivera vegna veðurs en við gerðum bara gott úr því og fórum í alls konar skemmtilega leiki.

Í dag, föstudag, var vasaljósadagur. Þá komu börnin með vasaljós að heiman og léku sér með ljós og skugga.

Takk fyrir skemmtilega viku og sjáumst á mánudaginn.

© 2016 - Karellen