news

Föstudagsfrétt

19. 05. 2023

Komið sæl kæru foreldrar,

Nú fer enn eina stutta vikan í leikskólanum að klárast. Undirbúningurinn fyrir útskriftina er ennþá í fullum gangi og okkur gengur mjög vel að græja allt fyrir útskriftina, í þessari viku byrjuðum við að útbúa útskriftahatta fyrir alla nemendurna og við náðum að klára það fyrir lok vikunnar.

Þeir nemendur sem eru að fara í Háaleitisskóla í haust voru boðnir að koma í hádegismat upp í skóla á miðvikudeginum, þau gátu valið á milli soðna ýsu, lax og grænmetisbollur. Þeim fannst það mjög skemmtileg upplifun.

Á miðvikudeginum var mjög gott veður og nemendurnir voru mikið úti eftir hádegi. Þau fóru í leiki og gátu blásið sápukúlur með vinum sínum frá Lóu.

Við enduðum vikuna á föstudagsbíói þar sem börnin gátu farið í smá kósý.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

Kveðja, Spói.

© 2016 - Karellen