news

Föstudagsfrétt

30. 09. 2022

Komið sæl kæru foreldrar

Nú er seinasti leikskóladagurinn í september og þegar við förum yfir mánuðinn þá er margt skemmtilegt sem við á Spóa gerðum. Ef við gerum smá samantekt þá byrjuðum við mánuðinn á undirbúningi fyrir indjánadaginn og tók það nokkrar vikur, þegar kom að indjánadeginum þá var hann alveg ótrúlega skemmtilegur og minningarnar munu lifa í langan tíma. Við fengum heimsókn frá Loga og Gló sem vinna hjá slökkviliðinu. Spóanemendurnir fengu að borða nónhressingu nokkru sinnum úti, það er nú ekki oft sem það er gert í september. Við fórum í nokkrar vettvangsferðir, heimsóttum Háaleitisskóla og kíktum á hátíðarsetningu Ljósanætur. Síðan var gert margt fleira skemmtilegt inni á deild.

Hljóð vikunnar var Nn, lesið var fyrir þau sögu úr Lubbabókinni, sungið var um hljóðið Nn, þau lærðu að hljóðið N er samhljóði, en þá tekur hljóðið með sér vin. Lesið var nokkrar vísur og búið til setningar sem inniheldu N orð, dæmi: Nenni níski stal nammi frá Nonna. Í byrjun þessara viku fór Lubbi til Neskaupsstaðar en hvert ætli hann fari í næstu viku? Hljóð næstu viku er Dd. Í orðaspjalli næstu viku munum við spjalla um eftirfarandi orð:

Dýrkaður – Að vera dýrkaður. Líka vel við. Krakkarnir dýrka kennarann.

Dáður – Að vera dáður. Vera hrifin af. Kennarinn dáðist af leik nemendunum

Með lubbastundum fá nemendurnir mikinn lærdóm og hægt er að efla orðaforða nemenda með stuttri lubbastund. Það er mikilvægt að efla orðaforða barna vegna þess að því meiri orðaforða sem börn hafa því betri tökum ná þau á málfræði. Börn með slakan orðaforða eru líka slök í málfræði og hlustunarskilning. Börn með góðan orðaforða hafa t.d. betri tök á þátíðarendum sagna en börn með slakan orðaforða. Því er mikilvægt að grípa hvert tækifæri þegar þau gefast og virkja áhuga barna á áhugaverðum orðum og leyfa þeim að leika sér með orðin. Sent var til ykkar innlegg um orðaforða barna í gegnum lestur, endilega kíkjið á þann pistil líka :)

Nemendur nota fínhreyfingar sínar á hverjum degi og því er mikilvægt fyrir kennara og foreldra að rækta fínhreyfinga nemendana. Með því sögðu byrjuðum við kennararnir inni á Spóa að gera verkefni fyrir börnin þar sem þau setjast niður með kennara í nokkrar mínútur og þau skrifa nafnið sitt eða gera annað föndur. Við fengum nýtt dót til okkar á Spóa, fyrra leikefnið eru segulkubbar sem hægt er að búa til allskonar byggingarefni með, seinna leikefnið er dúpló sem hægt er að gera allskonar með, það sem einkennir þetta dúpló er að það fylgdu myndir sem börnin geta nýtt og verið þannig í hlutverkaleik og búið til sinn eigin heim í gegnum leik.

Tvíburarnir okkar Emilía Hrönn og Matthildur Aría áttu afmæli á miðvikudaginn og við fögnuðum deginum með þeim skvísum. Við fórum í heimsókn til Háaleitisskóla þar sem við fengum leiðangur um skólann. Spóanemendurnir voru alveg til fyrirmyndar í þeirri heimsókn.

Ekki var það fleira þessa vikuna, takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Kær kveðja,

Spói

© 2016 - Karellen