news

Útskrift og sumarhátíð

05. 06. 2019

Föstudaginn 31. maí var mikið um að vera hér á leikskólanum.

Við vorum með fyrstu útskriftina okkar, og útskrifðum 14 börn við hátíðlega athöfn. Börnin sýndu leikrit og sungu 2 lög fyrir gesti áður en þeim var svo afhent útskriftarplögg og gjöf frá foreldrafélaginu. Eftir athöfn var boðið uppá hátíðarkaffi fyrir útskriftarbörn og gesti.

Í beinu framhaldi vorum við með sumarhátíð. Veðurguðirnir léku svo sannarlega með okkur, ólíkt seinustu ár, veðrið var dásmalegt, börnin og foreldrar þeirra höfðu í nóg að snúast, boðið var uppá boltaleiki, andlistmálingu, leir og sápukúlur svo eitthvað sé nefnt.

Einnig fengum við heimsókn frá Íþróttaálfinum og Höllu Hrekkjusvín frá Latabæ, börnunum til mikillar gleði.

Boðið var uppá síðdeigiðshressingu úti, ávextir og kleinur.

Takk kærlega fyrir komuna!

© 2016 - Karellen