news

Skúffukaka í tilefni afmæli forseta Íslands

29. 06. 2020

Á föstudaginn seinasta átti forseti Íslands afmæli. Í tilefni af því var boðið uppá skúffuköku með rjóma í nónhressingu, sem vakti upp mikla lukku meðal barnanna.

Einnig í tilefni forsetakosninga hefur verið lög áhersla á umræður um lýðræði og kosningar, hvenrig eigi að haga sér á kosningarstað og farið yfir það venrig kosning fer fram. Í vetur sem svo oft áður hafa börnin tekið þátt í stærri og minni kosningum hvað varðar leikskólastarfið til dæmis með vali á bók sem á að lesa fyrir hópinn eða þegar hugmynd af listaverkinu okkar fyrir Listahátið barna var valið. Þannig að þau eru orðin nokkuð undirbúin þegar þeirra tími kemur að mæta á kjörstað.

Til hamingju með afmælið Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands.

© 2016 - Karellen