news

Rafmagnslausidagurinn 23. janúar

05. 02. 2020

Rafmagnslausidagurinn

Við héldum uppá rafmangslausadaginn þann 23. janúar síðast liðinn. Þá máttu börnin koma með vasaljós með sér í leikskólann.

Öll ljós voru slökkt þennan dag og maturinn sem boðið var uppá þurfti ekkert rafmang til þess að búa til. Það var Cheerios í morgunmat, ekki hafragrautur eins og venjulega, svo skyr í hádeiginu, og hrökkbrauð í nónhressingunni.

Börnin fengu að leika með vasaljósin í myrkrinu og einnig fengu elstu börnin að leika með glowkúlur í hreyfisalnum með Ástu.

© 2016 - Karellen