news

Litlu jólin

18. 12. 2019

Á mánudaginn héldum við uppá litlu jólin hér á leikskólanum. Allar deildur hittust á yndislegu jólaballi í hreyfisalnum fyrir hádegi. Þar var sungið saman og danas í kringum jólatréið. Allir skemmtu sér konunglega.

Í hádeginu var boðið uppá ekta íslenskan jólamat, hangikjöt, kartöflur, uppstúf og baunir. Að sjálfsögðu var einnig laufabrauð með.

Eftir hádegismat var svo jólasýning fyrir þau börnin í boði foreldrafélagsins. Hún Þórdís Arnljótsdóttir kom og lék fyrir börnin söguna um Grýlu og jólasveinana úr leikhús í tösku. Börnunum þótti þetta einkar áhugavert og tóku virkann þátt í sýningunni. Starfsmenn jafnt og börnin skemmtu sér frábærlega.

Svo í lok dags var foreldrum boðið í heitt kakó og piparkökur. Og var það vel sótt af foreldrum og öðrum nákomnum, okkur til mikillar ánægju.

Takk fyrir yndislega dag og gleðileg jól!

© 2016 - Karellen