news

Hreyfing yngstu barna Skógarás

07. 10. 2021

Hreyfing á Heilsuleikskólanum Skógarás er ein af áherslum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttir sem skólinn starfar eftir.

Hreyf­i­stund­ir í sal í ­leik­skól­an­um eru skipu­lagðar hreyf­i­stund­ir í um­sjá fag­stjóra tvisvar í viku fyr­ir hvert barn. Til viðbót­ar hef­ur hvert barn aðgang að sal með sín­um kenn­ara þegar aðstæður leyfa.

Hreyfing yngstu barna er þau koma ný inn á leikskólann,er sett þannig upp að umhverfið hvetji þau í sjálf­sprottinn leik og þannig fái þau ákveðið frelsi í ör­uggu um­hverfi til að skríða, príla og velt­ast um, rann­saka og æfa sig á sínum forsendum og hraða.

Þau eru flest vön að ganga/skríða um á sléttu undirlagi og því er nauðsynlegt að þjálfa þau í að ganga/skríða á misháu og misjöfnu undirlagi. Þannig eykst sam­hæf­ing, jafnvægi og styrkur barnsins sem leiðir það til frekari áskorana.

Þegar þau hafa öðlast öryggi og færni þá eru hreyf­i­stund­irnar meira skipulagðar og þar gefst tæki­færi til að meta stöðu ein­stakra barna og ýta und­ir frek­ari þroska og hæfni þar sem það á við. Skipu­lagðar hreyf­i­stund­ir með ákveðnum markmiðum eru vett­vang­ur fyrir hinn fullorðna til að skapa um­hverfi og aðstæður sem laða fram ýmsa hæfileika barns­ins sem ann­ars kæmu ef til vill ekki upp á yf­ir­borðið.


© 2016 - Karellen