news

Hrekkjavaka

31. 10. 2023

Þegar bandaríski herinn hafði aðsetur á Keflavíkurflugvelli sem núna heitir Ásbrú var það skemmtilegur siður að halda Hallowean eða hrekkjavöku eins og við köllum það á íslensku. Auðvitað höldum við í Skógarási í hefðirnar og höldum hátíð í tilefni þess. Góðir gestir komu í heimsókn í leikskólann nefnilega kynjaverur tvær sem gerðu nornaseiði á útisvæði á eldstæðinu sem foreldrafélag leikskólans færði skólanum að gjöf. Allir fengu að smakka seiðið sem var dýrindis kakó og að lokum var hrekkjavöku ball gleði og gaman og ekki annað að sjá en að börn, fullorðnir og kynjaverur hafi skemmt sér konunglega.

© 2016 - Karellen