news

Gróðursetning

21. 10. 2020

Á föstudaginn síðastliðinn fór elsti árgangurinn út í Skógarlundinn okkar og gróður setti tré sem við fengum frá Glitbrá í Sangerði en Kadeco styrkir þetta verkefni. Það var fríður hópur sem lagði af stað frá Skógarási að lundinum okkar. Þegar þangað var komið þurfum við að ferja trén og annan búnað á réttan stað áður en við gætum hafist handa. Við vorum svo heppin að hún Björk kom á fimmtudeginum og gróf holurnar fyrir okkur. Við settum smá hænskaskít í holurnar til þess að trén mundi fá næringu og svo fengu þau smá þörungamjöl í restina. Það var gaman að sjá hvað börnin voru dugleg, áhugasöm og fljót að tileinka sér rétt vinnubrögð. Við sáum líka að einhver þeirra höfðu gróðursett áður.

Eins og góðu vinnufólki sæmir fengu allir heitt kakó og kleinu þegar við vorum búin.

Þetta er árlegt verkefni og vonumst við til þess að með tíð og tíma verði komin þarna hinn fallegasti skógur og kjörið svæði fyrir börn og fjölskyldur að leika sér.

© 2016 - Karellen