news

Gjöf frá foreldrafélaginu: Mini holukubbar

18. 08. 2020

Nú í upphafi skólaársins fengum við afhent gjöf frá foreldrafélaginu. Gjöfin var tvö sett af mini holukubbum sem eru sérstaklega hugsuð fyrir yngstu börnin sem eru að feta sín fyrstu fótspor í byggingaleiknum.

Í bygginaleik reynir á samhæfingu augna og handa, einnig eykur hann félags- og málþroska barna. Þar reynir á hugtakaskilning barna á fjölda, magni, stærð og þyngd, og sú þekkingin sem börnin öðlast í gegnum leikin er því mjög fjölbreytt.

Við, kennarar, starfsfólk og nemendur, erum rosalega ángæð með þessa viðbót í námsefnið okkar og viljum þakka foreldrafélaginu innilega fyrir þessa gjöf.

© 2016 - Karellen