news

Gjafir frá foreldrafélaginu

18. 12. 2019

Foreldrafélagið kom færandi hendi og færði leikskólanum gjafir sem að muni nýtast okkur vel í starfinu með börnunum. Fyrsta lagi gáfu þau okkur saumavélaborð undir saumavélina sem þau gáfu okkur í fyrra. En við notum saumavelina mjög mikið, bæði við að útbúa stykkin sem að við notum til að þurrka okkur um hendurnar og einnig í allskyns saumverkefni með börnunum. Elstu börnin sauma til dæmis töskur sem eru fylltar af verkefnum þeirra og þau fá svo þegar þau útskrifast.

Einnig færðu þau okkur hitabrúsa svo nú er hægt að fara í lengri vettvangsferðir á veturnar og tekið eitthvað heitt að drekka með til þess að hlýja sér á leiðinni.

Takk kærlega fyrir þessar nytsömu gjafir!

© 2016 - Karellen