news

Fyrsta gróðustsetningin í Skógarlundi

25. 10. 2019

Í nokkur ár hefur okkur hér í skólanum, dreymt um útikennslustofu, draumur sem nú hefur undið upp á sig. Hugmynd kom að á hverju ári myndu allir útskriftarnemar (elstu nemendur) skólans gróðursetja tré, eitt tré fyrir hvern nemanda. Fyrirmyndina hafði hún Katrín Lilja aðstoðarskólastjóri með sér að vestan. Síðan á síðasta skólaári fengum við úthlutað svæði hér rétt hjá, til gróðurræktar.

Í byrjun október fóru elstu börnin ásamt nokkrum foreldrum og skólastjórnendum og gróðursettu 24 tré. Trén voru gjöf frá KADECO og þökkum við þeim kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag til verkefnisins, en Jón Ástráður Jónsson fulltrúi KADECO hefur verið okkur innan handar. Þetta er fyrsta gróðursetningin í lundinum okkar og upphafið af hausthefð okkar. Lundurinn hefur fengið nafnið Skógarlundur og er það von okkar að í framtíðinni verður þarna kominn ágætis skógarrjóður og útikennslustofa.

Hér fer Katrín með formlega ræðu í tilefni dagsins.

Hér má sjá Jón Ástráð verkefnastjóra KADECO sem gaf trén ásamt Margréti nemanda skólans.

Foreldrarnir tóku líka til hendinni.

Aron og Inga starfsmaður á Spóa hjálpuðust að.

Þau Brynja Margrét og Viktor Máni setja niður eitt af trjánum.

© 2016 - Karellen