news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2023

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember ár hvert.

Deginum hefur verið fagnað árlega frá árinu 1996 með því að leggja sérstaka rækt við íslenskt mál í samvinnu við fjölmiðla, stofnanir og félög.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í Skógarási í dag með sameiginlegum söngfundi þar sem sungin voru skemmtileg lög.

Elstu börnin fóru í heimsókn í Háaleitisskóla og tóku þátt í skemmtilegri stund með grunnskólabörnunum, og sungu "Ef þú giftist" fyrir grunnskólabörnin.

Þetta hefur verið skemmtilegur dagur eins og allir dagar í leikskólanum.


© 2016 - Karellen