news

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn og Grænfáninn í 3. sinn

04. 06. 2021

Í dag hjéldum við uppá alþjólega umhverfisdaginn (sem er á morgun laugardag). Við vorum með grænt þema og allir hvattir til að mæta í grænum fötum í leikskólann í dag.

Einnig í tilefni dagsins vorum við með sameiginlega söngstund í hreyfisalnum þar sem við sungum nokkur vel valin lög, meðal annars umhverfissáttmálan okkar og annað umhverfislag sem við höfum verið að æfa okkur að syngja í vikunni. Og hún Katrín frá Landvernd kom og veitti okkur Grænfánann í þriðja sinn. En Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu okkar!

© 2016 - Karellen