news

Afmæli leikskólans!

05. 09. 2019

Mánudaginn 2.september héldum við uppá afmæli 11 ára afmæli leikskólans. En eins og margir kannski vita að þá var leikskólinn starfandi áður í húsnæði við Háaleitisskóla og hét þá Háaleiti, en í 10 ára afmælisgjöf fengum við nýtt húsnæði og nýtt nafn, Skógarás.

Það var sameiginleg söngstund í hreyfisalnum okkar, þar sem öll börnin komu saman og sungu nokkur lög. Söngsundin endaði svo á afmælissöngnum.

Eftir söngstundina var svo farið út í Skógaráshlaupið. Börnin af Spóa, Lóu og elstu börnin af Krumma og Kríu fóru út á gólfvöll þar sem búið var að stilla upp hlaupabraut og hlupu nokkra hringi. Yngstu börnin sem voru eftir í leikskólanum fóru á stærra leiksvæðið og fengu að hlaupa þar.

© 2016 - Karellen