news

Vikufrétt 11.-15. febrúar

18. 02. 2019

Í vikunni sem leið lærðum við hljóðið Öö með Lubba, við sungum Ö vísuna úr Lubba bókinni og ræddum orð sem byrja á ö.

Við notuðum paprikur til að stimpla málningu á blað og út komu skemmtilegar myndir.


Í vikunni höfum við líka verið að æfa okkur í klippa með skærum og að perla, við fórum í hreyfisalinn með Ástu og í listasmiðju með Björk og bjuggum til myndir sem bera yfirskriftina Form, fjöldi og fegurð og hanga þær uppi á vegg í stofunni okkar.

Við viljum svo minna á starðfræðisprettinn sem er í gangi og koma nýjar spurningar í fataklefann á hverjum degi til að svara.

Takk fyrir góða viku.

© 2016 - Karellen