news

Vikurfréttir 7. - 11. október

11. 10. 2019

Í vikunni hefur Lubbi verið að kenna okkur hljóðið Íí/Ýý og hafa krakkarnir verið duglegir að syngja Í lagið í Lubbabókinni sem og að ræða ýmis orð sem byrja á Í.

Í hópastarfi voru börnin að æfa sig í að klippa og líma. Þau klipptu niður búta af blöðum, teiknuðu svo kall á blað og límdu bútana á blaðið. Út úr því komu alls kyns skemmtilegar myndir.

Í vikunni var bleik vika og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir komu klæddir í bleiku á föstudaginn.

Í listasmiðju máluðu börnin myndir með Björk þar sem þau skoðuðu hvernig bleikt verður til. Þau blönduðu saman rauðum og hvítum á blað og límdu svo einnig bleikar slaufur á blaðið.

Á föstudaginn horfðum við á Ævar vísindamann og hvaða tilraunir hann er að gera en við stefnum á að gera tilraun í næstu viku sjálf.

Á föstudaginn fórum við í söngstund á Spóa en þar kom skemmtilegur gestur með gítar og ukulele og spilað undir söng hjá okkur.


Takk fyrir skemmtilega viku.

© 2016 - Karellen