news

Tannverndavikan

13. 02. 2019

Nú er tannverndavikan að enda og hefur stafið hjá okkur þessa vikuna mikið verið um tannheilsu. Við erum búin að lesa margar sögur sem tengjast tannheilsu. Við gerðum myndir með munninum okkar og tönnum. Svo gerðum við einn stórann munn og vildu börnin hafa eina brúna tönn.

Í dag kom svo Tinna tannálfur í heimsókn til okkar og sýndi okkur tennurnar sínar sem hún er búin að vera safna. Við sungum uppáhaldslögin hennar með henni þau Ruggutönn og Tönnin mín tönnin mín. Eftir hádegi vorum við með bíó inni á Spóa og var sýnt Karíus og Baktus.

© 2016 - Karellen