news

Föstudagsfrétt

28. 02. 2020

Þessi viku hefur verið viðburðarík og skemmtileg.

Við byrjuðum vikuna á að bjóða foreldrum í morgunmat og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta.

Á mánudaginn var bolludagur þar sem að við borðuðum bollur allan daginn, fengum fiskibollur í hádegismat og brauðbollur og rjómabollur í nónhressingu.

Á þriðjudaginn var sprengidagur og fengum við þá saltkjöt og baunir í matinn og reyndum við að borða þangað til við vorum alveg að springa.

Á miðvikudag var svo öskudagur þar sem börnin mættu í búningum. Við fórum í ratleik á leikskólanum þar sem við þurftum að leysa þrautir til að komast á næsta stað sem leiddi okkur að lokum inn í Hreyfisal þar sem allir á leikskólanum hittust og dönsuðu saman og fengum börnin smá glaðning í lokin. Krakkarnir skemmtu sér vel í búningunum sínum í leik allan daginn.


Takk fyrir skemmtilega og viðburðaríka viku.


© 2016 - Karellen